Íslenskir veitingastaðir á heimslistum
Hróður íslenskra veitingastaða er stöðugt að aukast og á tveimur virtum listum yfir bestu veitingastaðina 2008 er nöfn fjögurra íslenskra staða að finna. Þetta er annars vegar hjá hinu virta ferðatímariti Condé Nast Traveler og hins vegar Food & Wine Go List 2008. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum www.freisting.is
Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008
Aðilar frá Condé Nest heimsóttu yfir 32 lönd og heimsóttu á annað hundrað staða í sinni yfirferð og borðaðar voru nokkur hundruð máltíðir. Á endanum náðu 105 staðir inn á listann sem kallast Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008. Sá staður á Íslandi sem hlaut þann heiður að fara á listann er Fiskmarkaðurinn (The Fish Market www.fiskmarkadurinn.is ) eldhúsið leiðir Hrefna Rós Sætran yfirmatreiðslumaður og eigandi.
Þetta er í fjórða sinn sem íslenskur staður ratar inn á þennan lista en árið 2001 var Sigga Hall á listanum, Sjávarkjallarinn 2004 og árið 2007 Silfur. Listann er hægt að skoða á www.concierge.com
Food & Wine Go List 2008
Á Food & Wine Go listanum fyrir árið 2008 eru 4 íslenskir veitingastaðir . Þetta eru:
? 3 Frakkar, í flokknum Classic
? Domo, í flokknum New
? Einar Ben, í flokknum Classic
? Fiskmarkaðurinn, í flokknum New , Hot
Bein vefslóð á listann hjá foodandwine.com: