Íslenskum ferðaþjónustuaðilum stendur til boða þátttaka á stærstu ferðakaupstefnu Asíu
Ferðamálaráð Íslands, í samstarfi við Icelandair og sendiráð Íslands í Peking, hafa tryggt sér sýningarbás á China International Travel Mart (CITM). Um er að ræða stærstu ferðakaupstefna í Asíu og er hún haldin á hverju ári til skiptis í Shanghai og Kunming (Yunnan) í Kína.
Hvað er í boði?
Fyrir ferðaþjónustuaðila á Íslandi stendur til boða að taka þátt í sýningunni, enda hafi aðilar í boði sérstakt kynningarefni á kínversku. Aðstaða fyrir einn starfsmann kostar kr. 120.000 á sameiginlegum sýningarbás.
Fyrir þá sem ekki eiga tök á að vera á sýningunni er boðið uppá bæklingadreifingu og kostar það kr. 15.000 pr. bækling á kínversku. Ekki stendur til boða að dreifa efni á öðrum tungumálum. Kostnaður við að senda bæklinga á sýningarstað bætist við verðið.
Að venju verða sérstök málþing og fyrirlestrar fyrir þátttakendur um þróun og stefnu í ferðaþjónustu.
Að þessu sinni mun Samgönguráðherra hr. Sturla Böðvarsson heimsækja sýninguna og íslenska básinn. Hann mun bjóða til móttöku fyrir sýnendur og viðskiptavini okkar, laugardaginn 26. nóvember.
Blaðamannafundir og uppákomur verða á ferðasýningunni Sýningin verður opin fagfólki í ferðaþjónustu og almenningi.
Skipuleggjendur ferðasýningarinnar:
China National Tourism Administration
Yunnan Provincial People´s Government
General Administration of Civil Aviation of China
Staðsetning
Sýningin fer fram í Kunming International Convention & Exhibition Center
Dagsetning
24. nóvember (fim.) til 27. nóvember (sun.) 2005
Gert er ráð fyrir að uppsetning bása hefjist á mánudeginum 21. nóvember.
Nánari upplýsingar
Hægt er nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu CITM http://www.citm.com.cn/ eða hjá Ferðamálaráði. Hafið samband við Ársæl Harðarson, sími 5355500 eða með tölvupósti arsaell@icetourist.is
Bóka þátttöku
Ganga verður frá bókun í síðasta lagi mánudaginn 3. október. Senda má bókun til Ársæls Harðarsonar á tölvupósti eða með faxi, undirritað af ábyrgðarmanni. Aðeins verður unnt að taka við 6 fyrirtækjum á básinn. arsaell@icetourist.is fax. 535-5501
Um sýninguna
Um það bil 20 þús. kaupendur sóttu sýninguna á sl ári þá daga sem sýningin var aðeins opin þeim sem starfa í ferðaþjónustu og 28 þús. gestir komu þá daga sem sýningin var opin almenningi. Samkvæmt upplýsingum frá CITM voru tæplega 1.100 stórir kaupendur frá 48 löndum á sýningunni 2004. Á síðasta ári voru 2900 seljendur með bás á sýningunni, 1.850 kínverskir aðilar og 1.050 erlendir, þar af 64 lönd.