Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market
15.11.2011
wtm 2011
Íslandsstofa tók þátt í hinni árlegu World Travel Market ferðasýningu í London dagana 7-10. nóvember. Sýningin var mikil að vöxtum að venju.
Sýningarbásar voru um 700 talsins og þar voru samankomnir fulltrúar 5.000 fyrirtækja frá öllum heimshornum. Áætlað að um 55.000 fagaðilar hafi sótt sýninguna að þessu sinni.
Í frétt á vef Íslandsstofu kemur fram að mikil jákvæðni var í garð Íslands og Íslandsferða og sögðu ferðasöluaðilar á staðnum frá mikilli aukningu í bókunum á ferðum til Íslands, sem er talin vera tilkomin m.a. vegna aukins aðdráttarafls Norðurljósanna á Íslandi.