Jón Jónsson fékk Landstólpann
23.08.2011
Landstólpinn 2011
Þjóðfræðingurinn Jón Jónsson hlaut samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann, á ársfundi stofnunarinnar í gær. Jón hefur undanfarin ár verið frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu, menningarstofnana og fræðastarfa á Vestfjörðum.
Hann hefur starfað sem menningarfulltrúi Vestfjarða síðan 2007 og hefur með störfum sínum verið ötull talsmaður ferðaþjónustu og menningar á svæðinu. Landstólpinn er viðurkenning sem veitt er einhverjum þeim sem vakið hefur jákvæða athygli á landsbyggðinni með verkefni, starfsemi, umfjöllun á opinberum vettvangi eða með öðru móti.
Mynd: Jón Jónsson í miðið ásamt þeim Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, fráfarandi stjórnarformanni Byggðastofnunar.