Kínverskar ferðaskrifstofur með leyfi
26.07.2004
Eins og fram hefur komið skrifuðu Ísland og Kína fyrr á árinu undir samkomulag um ferðamál (svonefndan ADS-samning "Approved Destination Status") sem m.a. gerir Kínverjum kleift að ferðast til Íslands í skipulögðum hópum. Utanlandserðir Kínverja hafa aukist hröðum skrefum að undanförnu og búist er við áframhaldi þar á.
Nú er kominn hér inn á vefinn listi yfir kínverskar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að skipuleggja ferðir til annarra landa, þar með talið Íslands. Listinn er á PDF-formi og til að opna hann þarf forritið Acrobat Reader að vera uppsett á viðkomandi tölvu.
Kínverskar ferðaskrifstofur með leyfi (PDF-skrá, 2 MB)