Komur ferðamanna í apríl - Fjölgun á milli ára
Samkvæmt talningu á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands fjölgaði þeim um 7,5% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Mest aukning var frá Bretlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Þýskalandsmarkaður er einnig að koma til og þaðan var fjölgun ferðamanna í apríl eftir fækkun í mars. Nokkur fækkun var frá Bandaríkjunum en þó mun minni en í mars. Einnig er fækkun frá Hollandi og Svíþjóð.
Vert er að hafa í huga að í ár voru páskar í apríl en í mars í fyrra. Það er því betri samanburður að taka þessa tvo mánuði saman. Séu mars og apríl samanlagt bornir saman er um að ræða 9,3% fjölgun ferðamanna á milli ára. Vöxturinn er mestur að höfðatölu frá Bretlandi, Noregi, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Hollandi, Finnland og Ítalíu, í þessari röð. Færri gestir komu hins vegar frá Bandaríkjunum Þýskalandi, Sviss og Japan í mars og apríl í ár, sé miðað við sömu mánuði í fyrra. Nánari samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu.
2002 | 2003 | |||
Mars | Apríl | Mars | Apríl | |
Bandaríkin | 4.238 | 3.286 | 2.969 | 2.838 |
Bretland | 3.401 | 5.156 | 3.812 | 5.840 |
Danmörk | 1.329 | 1.159 | 1.532 | 1.664 |
Finnland | 414 | 643 | 545 | 702 |
Frakkland | 660 | 687 | 1.072 | 880 |
Holland | 611 | 680 | 1.146 | 480 |
Ísland | 16.966 | 16.655 | 19.640 | 25.490 |
Ítalía | 102 | 96 | 159 | 196 |
Japan | 282 | 178 | 259 | 146 |
Kanada | 181 | 111 | 134 | 185 |
Noregur | 1.459 | 1.771 | 2.064 | 1.982 |
Spánn | 77 | 145 | 105 | 120 |
Sviss | 170 | 103 | 126 | 91 |
Svíþjóð | 1.241 | 2.404 | 2.004 | 2.227 |
Þýskaland | 1.264 | 947 | 1.001 | 1.009 |
Önnur þjóðerni | 1.221 | 1.674 | 1.609 | 2.105 |
Samtals: | 33.616 | 35.695 | 38.177 | 45.955 |