Fara í efni

Könnun um almenn störf í ferðaþjónustu

vetrarkonnun9
vetrarkonnun9

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar um almenn störf í ferðaþjónustu sem Samtök ferðaþjónustunnar höfðu forgöngu um að að láta vinna. Könnunin var unnin af Maskínu ehf. að beiðni SAF og fleiri aðila og var styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar.

Skapa forsendur fyrir raunhæfnimati og byggja upp nám
Könnunin er liður í tilraunaverkefni í ferðaþjónustu sem stýrt er af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasambands Íslands. Tilgangur tilraunaverkefnisins er að greina hvaða störf í þessari grein ferðaþjónustunnar eru unnin af almennum starfsmönnum og hvaða færni þarf til að sinna þeim. Markmiðið er að til verði lýsingar á færnikröfum þessara starfa svo beita megi raunfærnimati og byggja upp nám til að styrkja núverandi starfsmenn og undirbúa nýja. Slíkt nám þarf að uppfylla skilyrði laga um tengingu við viðmiðaramma um menntun og opna fyrirfram skilgreindar leiðir að frekari menntun.

Gagnlegar upplýsingar
Úr niðurstöðum könnunarinnar má greina ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýtast munu í starfshópi tilraunaverkefnisins og staðfesta jafnframt í stórum dráttum þá greiningu sem þar hefur farið fram þ.e. hvaða störf eru unnin af almennum starfsmönnum og hvaða færni þarf til að sinna þeim.

Helstu niðurstöður
Ýmislegt forvitnilegt kom fram og má þar t.d. nefna:

  • Meðalstarfsaldur starfsfólks var nokkuð hærri en við var búist eða 4,65 ár
  • Tveir af hverjum fimm töldu líklegt að þeir yrðu enn í starfi innan ferða-veitinga- eða gistihúsageirans eftir 5 ár
  • Áhugi stjórnenda á að bjóða upp á styttri námskeið er mun meiri en áhugi hjá starfsfólki
    • Tæp 73% stjórnenda hafa mikinn áhuga á að boðið verði upp á styttri námskeið
    • Rösklega 29% starfsfólks hefur áhuga á að mennta sig frekar.

Könnunin í heild (PDF)

Mynd: Reykjavíkurtjörn
©Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com