Könnun um stofnun ársins
SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu stóð fyrir könnun meðal félagsmanna sinna á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað í leit að "Stofnun ársins". Alls fengu 4.636 starfsmenn á tæplega 300 stofunum könnunina senda en 93 stofnanir uppfylltu þau skilyrði að svörun var nægjanleg og fjöldi starfsmanna í SFR var nægur til að könnunin væri marktæk.
Alls uppfylltu 93 stofnanir þessi skilyrði og hafa niðurstöður könnunarinnar verið birtar opinberlega hvað varðar þessar 93 stofnanir. Spurt var um fjölmarga þætti svo sem launakjör,vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, starfsanda, sjálfstæði í starfi, álag og kröfur o.fl. Þannig var stofnunum gefinn einkunn fyrir hvern þessara þátta og svo fundinn heildareinkunn. Niðurstöðurnar eru þær helstar að Skattrannsóknarstjóri er ?Stofnun ársins? með heildareinkunn 4,48 af 5 mögulegum.
Ferðamálastofa í 13. sæti í heildareinkunn
Af þessum 93 stofnunum sem niðurstöður eru birtar fyrir er Ferðamálastofa í 13. sæti í heldareinkunn með 4,15 af 5 mögulegum. Í þremum þátttum er stofnunin meðal 10 efstu af 93:
Álag og kröfur 3. sæti
Launakjör: 5. sæti
Starfsandi: 9. sæti.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þessar niðurstöður séu að ýmsu leyti athyglisverðar. ?En það er nú einu sinni þannig að ég er vanur, hvort sem það er í þessari viðhorfskönnun eða öðrum, að líta á þá þætti sem skora lægst, því þannig á að mínu mati að nota svona niðurstöður. Um leið og maður er jú ánægður með jákvæðar einkunnir þá gefa niðurstöðurnar mér ástæðu til að skoða lægri einkunnirnar og reyna að bæta þær.?
Niðurstöðurnar í heild á www.sfr.is