Kortlagning viðkomustaða – nýtt sjónarhorn
08.06.2016
Við höfum útbúið nýtt sjónarhorn fyrir gögnin sem söfnuðust í verkefninu um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar. Nú er auk vefsjár hægt að skoða lista yfir þá staði sem metnir voru sem mögulegir áhugaverðir viðkomustaðir ferðafólks og síðan smella á hvern og einn til að skoða nánar.
Stöðugt er unnið að uppfærslu og lagfæringu gagnanna og á næstu dögum mun öllum sveitarfélögum verða sent bréf og boðið til samstarfs um áframhaldandi þróun verkefnisins.