Fara í efni

Krásir - matur úr héraði

Matur
Matur

Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir sem er fræðslu og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð. Í verkefnin verður boðið upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla.

Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á matvörum. Matvörurnar þurfa að vera ákveðin nýjung, en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar. Verkefnin þurfa einnig að vera í sterkum tengslum við ferðaþjónustu, t.d. með sölu beint til ferðamanna, á sveitahótelum, gististöðum eða í veitingahúsum á landsbyggðinni.

Tilgangur verkefnis
Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum.

Áherslur 2010

  • Svæðistengdar matarminjar
  • Nýjungar í hefðbundinni matargerð

Markmið

  • Að auka framboð á matvörum sem hafa sterka skírskotun til svæðis eða sögu og menningar á viðkomandi svæði.
  • Að koma nýrri vöru á markað.
  • Að vinna að faglegum úrlausnum við þróun á viðkomandi vöru.
  • Að verkefnin skili fyrirtækjunum það miklum ávinningi að kostnaðurinn við vöruþróunina skili sér til baka innan 2 - 3 ára frá því að sala hefst.
  • Að auka þekkingu á þróun, framleiðslu og markaðssetningu.
  • Að auka og efla samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og maltvælaframleiðslu.

Forsendur
Forsendur þess að verkefni geti fengið stuðning eru m.a. eftirfarandi:

  •  Einhver nýung, þróun eða nýbreytni frá þeim vörum sem eru í boði í dag
  • Tenging við matarvenjur og sögu svæðisins
  • Sala sé líkleg til að skila þróunarkostnaði til baka á innan við 2-3 árum
  • Verkefnið raski ekki samkeppni á viðkomandi svæði

Framkvæmd
Hluti af verkefninu er námskeið þar sem þátttakendur fá fræðslu um þróun, vinnslu, meðferð og öryggi matvæla. Námskeiðin verða auglýst nánar síðar. Þátttakendur munu vinna að sínum verkefnum með aðstoð frá Impru auk sérfræðinga á tilteknum sviðum. Þjónusta Impru á Nýsköpunarmiðstöð er án endurgjalds, en styrknum er ætlað að standa undir hluta af öðrum kostnaði, t.d. ráðgjöf sérfræðinga, prófunum, mælingum eða öðrum þáttum við þróunina.

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 2010

Nánari upplýsingar veita Tinna Björk Arnardóttir í síma 522-9451/netfang: tinnabjork@nmi.is og Sigurður Steingrímsson í síma 522-9435/netfang: sigurdurs@nmi.is