Krásir - umsóknarfrestur framlengdur
Umsóknarfrestur í verkefnið Krásir - matur úr héraði, sem Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskuðu eftir umsóknum í á dögunum, hefur verið framlengdur um viku. Umsóknarfrestur er nú til og með 18. júní næstkomandi.
Þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar
Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og matartengdri ferðaþjónustu. Verkefni er hugsað fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki á landsbyggðinni. Styrkt verða verkefni sem miða að því að framleiða og markaðssetja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu frá viðkomandi svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum. Einstök fyrirtæki og hópar fyrirtækja, geta sótt um þátttöku í verkefninu.
Nánari upplýsingar og umsóknarblöð á vef Nýsköpunarmiðstöðvar