Kristbjörg Auður ráðin til Ferðamálastofu
05.02.2014
Kristbjörg Auður Eiðsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á starfsstöð Ferðamálastofu á Akureyri. Kristbjörg kemur m.a. til með að vinna að gerð viðmiða og innleiðingu á gistihluta VAKANS og að úttektum. Starfið var auglýst í nóvember og bárust ríflega 30 umsóknir.
Kristbjörg Auður er með MS próf í Aljóðlegum viðskiptum frá háskólanum á Bifröst, BA próf í Samfélags– og hagþróunarfræði frá háskólanum á Akureyri, stundaði nám á ferðaþjónustusviði rekstrardeildar háskólans á Akureyri og við ferðamáladeild Menntaskólans í Kópavogi. Kristbjörg Auður hefur starfað við gæðamál auk þess að hafa starfað í allmörg ár á hótelum við gestamóttöku.
Starfsfólk Ferðamálastofu býður Kristbjörgu Auði velkomna og hlakkar til samstarfsins.