Kynning stefnu í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal
03.10.2005
Þann 26. október næstkomandi verður kynnt stefna í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal til ársins 2010. Að sögn Eymundar Gunnarssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, er af þessu tilefni von á mörgum góðum gestum í heimsókn.
Ráðgjafar í stefnumótuninni er fyrirtækið Netspor og hafa þeir Sævar Kristinsson og Ingvar Sverrisson unnið með heimamönnum en alls hafa rúmlega 40 aðilar komið að verkefninu. Margar spennandi hugmyndir komu að sögn Eymundar fram í þessari vinnu. Segir hann gaman að segja frá því að sumar af þessum tillögum eru þegar komnar til framkvæmda og unnið er að öðrum sem síðan verða að veruleika inna tíðar.