Kynningarfundir skiluðu góðum árangri
Samstarf Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar, utanríkisráðuneytis og Höfuðborgarstofu um röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu tókst með miklum ágætum. Fundað var í fimm borgum með bæði söluaðilum Íslandsferða og blaðamönnum.
?Ég var afar þakklát fyrir samstarfið við það góða fólk sem tók þátt í ferðinni og langar að þakka því sérstaklega fyrir,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Í ferðina fóru Árni Gunnarsson, formaður SAF, Þorleifur Þór Jónsson forstöðumaður hjá Útflutningsráði, Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sendiherrarnir á hverjum stað tóku einnig þátt í fundunum: Guðmundur Árni Stefánsson í Stokkhólmi, Tómas Ingi Olrich í París, Svavar Gestsson í Kaupmannahöfn, Ólafur Davíðsson í Frankfurt og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í Osló.? Einnig komu að fundunum fulltrúar fyrirtækja innan SAF. Þar var um að ræða Icelandair, Iceland Express, Iceland Excursions, Icelandair Hotels, Hótel Ísafjörð, Iceland Travel, Snæland Grímsson ehf., Radisson SAS ? Hotel Saga og Erlingsson Naturreisen. Þeim fjölmörgu fulltrúum söluaðila sem sóttu fundina eru þakkir færðar fyrir áhugann.
Í tengslum við fundina voru unnir kynningarbæklingar á fjórum tungumálum og má skoða ensku útgáfuna að neðan. Einnig eru myndir frá fundinum í Kaupmannahöfn sem Þorleifur Þór Jónsson tók.
Before - After (PDF)
Svavar Gestsson sendiherra með blaðamönnum. | Fundargestir í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. |
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. | Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu |