Kynningarfundur um á Gásaverkefnið
Í kvöld verður haldinn á Akureyri kynningarfundur á svonefndu Gásaverkefni. Um er að ræða hugmyndir að uppbyggingu á Gásasvæðinu þar sem Gásakaupstaður stóð til forna. Verkefnið var eitt þeirra sem hlaut styrk frá Ferðamálastofu á þessu ári í flokknum uppbygging nýrra svæða.
Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
Fornleifarannsóknin á Gásum 2001-2006: Sædís Gunnarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands.
Kynning á hugmyndum að uppbyggingu á Gásasvæðinu : Kristín Sóley Björnsdóttir, starfsmaður Gásaverkefnisins.
Kaffhlé.
Gásir, ferðamannasegull á landsvísu? Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálaráðgjafi hjá fyrirtækinu: Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
Hver eru áhersluatriðin við að byggja upp og markaðssetja nýjan áfangastað fyrir ferðamenn? Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík.
Umræður: Frummælendur sitja fyrir svörum.