Lagafrumvarp fjármálaráðherra um gjaldtöku á ferðamenn
Samkvæmt lagafrumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær er gert ráð fyrir að greitt verði farþegagjaldi fyrir farþega sem ferðast í flugvélum sem og skipum og gistináttagjald fyrir hverja selda gistinótt.
Farþegagjaldið miðast við lengd ferðar og er minnst 65 kr. en mest 390 kr. Gjaldið miðast við bæði innlenda og erlenda ferðamenn.
Fyrir hverja gistinótt á hóteli skal greiða 100 krónur í ríkissjóð en 50 krónur fyrir hverja gistinótt á annars konar gististað. Börn undir tveggja ára aldri eru undanþegin gjaldtökunni og börn á aldrinum tveggja til tólf ára greiða helming.
Markmiðið með gjaldtökunni er að „stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins," eins og þar segir