Landnámssetur Íslands hlaut nýsköpunarverðlaun SAF
Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í þriðja sinn við athöfn á Hótel Holti í Reykjavík í dag. Landnámssetur Íslands í Borgarnesi hlaut verðlaunin að þessu sinni.
Í rökstuðningi segir að Landnámssetrið hljóti verlaunin fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils. Í tengslum við safnið er unnið með sögu landsins með leiksýningum, sögumönnum, námskeiðum og hlöðnum vörðum á helstu sögustöðum Egilssögu víðar á svæðinu. Tækni er vel nýtt á sýningunum. m.a.með leiðsögn með lófatölvum. Hið nýja Landnámssetur hefur því átt stóran þátt í því að verða mikilsvægur þáttur í því að efla menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi. Sjá nánar á www.landnam.is
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs SAF er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Stjórn sjóðsins skipa: Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs, og Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu.
Mynd: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhendir Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Landnámssetursins viðurkenninguna og maður hennar Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámssetursins, og Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, fylgjast með.