Laust starf hjá Ferðamálastofu ? Akureyri
Ferðamálastofa auglýsir eftir starfsmanni tímabundið til afleysinga. Um er að ræða tímabilið frá 22. ágúst næstkomandi til 1 apríl 2012.
Helstu verkefni:
- Umsjón og uppfærsla á gagnabanka Ferðamálastofu
- Útgáfa handbókar Ferðamálastofu
- Aðstoð við lögfræðing stofnunarinnar vegna leyfismála
- Símvarsla og almenn skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Reynsla og þekking af íslenskri ferðaþjónustu er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Þekking á GoPro skjalastjórnunarkerfinu kostur
- Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður á Akureyri, elias@ferdamalastofa.is . Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí nk. Umsóknir skulu berast með tölvupósti eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.
Samkvæmt lögum um skipan ferðamála fer Ferðamálastofa með framkvæmd ferðamála. Ferðamálastofa er með tvær skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri, alls eru starfsmenn 12, þar af fimm á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum.