Fara í efni

Leiðsögunám á háskólastigi

Leiðsögumenn
Leiðsögumenn

Endurmenntun HÍ býður upp á leiðsögunám á háskólastigi en um er að ræða námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi.

Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á þreimur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn. Um er að ræða lotubundið nám sem hvort heldur má taka í staðnámi eða fjarnámi.

Námið miðar að því að nemendur:

  • Geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, ólíkum hópum og væntingum ferðamanna, ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið.
  • Kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns og þjálfist í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu.
  • Hafi haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars Íslands og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna.
  • Þekki sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað helstu þáttum til ferðamanna.
  • Þjálfist í skipulagðri miðlun fróðleiks við hæfi á völdu tungumáli og öðlist um leið aukinn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands.

Námið er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálafræði og í hugvísindadeild HÍ.   

Námsbrautin hefst í september 2012 og lýkur í nóvember 2013.

Kennsla fer að jafnaði fram tvisvar í viku á þri. og fim. kl. 16:10-19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri.

Umsóknarfrestur til 4. júní næstkomandi

Nánri upplýsingar:
Leiðsögunám á háskólastigi

Mynd: Endurmenntun HÍ, nemar í leiðsögunámi í vettvangsferð í Mývatnssveit.