Litið til framtíðar í ferðaþjónustu - opið málþing
Opið málþing undir yfirskriftinni ?Litið til framtíðar í ferðaþjónustu? verður haldið á Hótel Flúðum, þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00 - 18:00. Fjallað verður um ferðamál frá ýmsum sjónarhornum en tilefnið er 10 ára afmælisár stefnumótunar í ferðamálum í Uppsveitum Árnessýslu. Meðal annars um markaðsmál og möguleika, stöðu og þróun. Einnig verður kynnt námskeið Útflutningsráðs ?Hagvöxtur á heimaslóð?.
Á málþinginu gefst gott tækifæri til að hlusta á sérfræðinga á sviði ferðamála og leggja sitt af mörkum í umræðunni. Ýmsum spurningum verður velt upp, svo sem:
- Hvað ber framtíðin í skauti sér?
- Breytt ferðamynstur
- Breytt umhverfi
- Nýjar kröfu
- Nýjar aðferðir
- Klasasamstarf
Allir velkomnir og aðgangur er frír.
Dagskrá
Setning: Gunnar Þorgeirsson, formaður oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu
Frummælendur
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu
Rögnvaldur Guðmundsson, ráðgjafi og verkefnisstjóri, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar
María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslustjóri, SAF (Samtök ferðaþjónustunnar)
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri, Bandalags íslenskra farfugla
Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri, Útflutningsráði ?Hagvöxtur á heimaslóð?
Fundarstjóri: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Pallborð og Hópaumræður.