Ljósmyndasamkeppni og hvatningarherferð Ferðamálastofu og Umferðarstofu
?Með þessu átaki erum við að hvetja íslenskar fjölskyldur til að staldra við, og skoða fagra staði sem eru hvarvetna í íslenskri náttúru. Ferðaþjónustan hefur þróast hratt síðustu árin og það er í boði ógrynni af þjónustu og aðstöðu á öllu landinu. Afþreying er í ríkum mæli miðuð bæði fyrir Íslendinga sem og erlenda ferðamenn. Svo erum við að kynna ferdalag.is sem er stærsti gagnagrunnur íslenskrar ferðaþjónustu á vefnum,? segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.
Ný leið til að fá fólk til að endurskoða afstöðu sína til hraðaksturs
?Þegar Umferðarstofu bauðst að vera með í þessari auglýsingaherferð sáum við ákveðið tækifæri á að nálgast viðfangsefni okkar á ögn jákvæðari nótum en við höfum gert fram að þessu. Hingað til hefur Umferðarstofa beitt nokkuð hörðum aðferðum til að fá fólk til að endurskoða afstöðu sína til hraðaksturs, sem vissulega hefur reynst vel, en það er líka gaman að fá að nálgast þetta frá öðru sjónarhorni. Langflest alvarleg umferðarslys verða á þjóðvegum landsins og oftast þegar aðstæður til aksturs eru hvað bestar. Það sem Umferðarstofa er fyrst og fremst að leggja áherslu á með þessari auglýsingarherferð er að ferðamenn njóti íslenskrar náttúru en komi jafnframt heilir heim.Það er ljóst að upplifun okkar af landinu og ferðalaginu öllu hlýtur að vera sterkari og ánægjulegri því minni hættu sem sköpum sjálfum okkur og samferðafólki. Með því að stilla hraðanum í hóf og aka samkvæmt aðstæðum minkar stressið og ánægjan eykst um leið og við aukum líkurnar á því að komast heil heim,? segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggsviðs Umferðarstofu
Ljósmyndasamkeppni
Samtímis átakinu fer fram ljósmyndasamkeppni, þar sem senda má ljósmyndir til okkar og í boði verða vegleg ferðaverðlaun. Allar myndir þurfa að vera teknar í sumar.