Fara í efni

Loftmyndir með nýjan stafrænan kortagrunn af öllu landinu

loftmyndir
loftmyndir

Loftmyndir hafa nú lokið gerð nýs stafræns kortagrunns af öllu Íslandi í mælikvarða 1:50.000. Kortin eru unnin uppúr landfræðilegum gagnagrunni sem fyrirtækið hefur safnað undanfarin 15 ár.

Í tilkynningu frá Loftmyndum segir að reglubundið viðhald tryggi hámarks gæði og áreiðanleika sem ekki sé að finna í öðrum landfræðilegum gagnasöfnum af landinu. Öll gögn í TK?50 eru unnin eftir frumgögnum sem hafa nákvæmni 20?100 sm staðalfrávik. TK?50 er einfölduð útgáfa af TK?5 sem er kortagrunnur í viðmiðunarmælikvarða 1:5.000.

Viðhaldið með reglubundnum hætti
Loftmyndir taka myndir af 8?12þ km² af Íslandi árlega sem m.a. nýtast við uppfærslu TK-50. Fitjur, gildi og eigindi í TK?50 eru flokkuð og skráð samkvæmt íslenskum staðli ÍST120. Með TK-50 kemur nákvæm vatnafarsþekja þar sem búið er að teikna ár, vötn og skurði af öllu Íslandi. Hægt er að fá sem aukalag í TK-50 sérstaka útgáfu af vatnafari þar sem búið er að skrá rennslisstefnu allra vatnsfalla frá upptökum til ósa. Allar línur eru stefnusettar miðað við rennslisstefnu og eru tengdar með rennslislínum í gegnum stöðuvötn og stærri ár. Á rennslislíkan eru skráð eigindi eins og númer vatnasviðs, nafn o.fl. Landlíkanið í TK-50 er með 20 metra möskvastærð. Líkanið er einfölduð útgáfa af 10 metra frumlíkani Loftmynda ehf. Líkanið hentar t.d. vel til útreikninga á landmössum, dreifingu þráðlausra sendinga og framsetningar á þrívíðum gögnum.

Loftmyndir bjóða upp á aðgang að gögnunum gegn leigu, bæði af landinu öllu sem og af hlutum þess. Í leigugjaldi eru innifaldar allar framtíðar uppfærslur. Þá má einnig benda á TK-250, stafrænt Íslandskort Loftmynda í mælikvarðanum 1:250.000 sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnunum er heimilt að nota gjaldfrjálst.

Vefur Loftmynda:
www.loftmyndir.is