Mælaborð ferðaþjónustunnar í nýrri útgáfu
Undanfarna mánuði hefur Ferðamálastofa unnið að því að því að koma Mælaborði ferðaþjónustunnar í nýjan búning. Breytt og endurbætt útgáfa þess er nú komin í loftið og orðin aðgengileg notendum.
Auka virði fyrir notendur
Leiðarljós við endurhönnun mælaborðsins var auka virði þess fyrir notendur með því að auðvelda aðgengi að gögnum og auka notkunarmöguleika.
Helstu nýjungar
- Samræmt útlit mælaborða
- Opnað fyrir niðurhal gagna:
-Atriði sem mikið hafði verið kallað eftir. - Bætt við aðlögun að skjástærð og tækjum:
-Gerir skoðun í farsímum og spjaldtölvum auðveldari.
Upplýsingar frá mörgum gagnaveitum
Í Mælaborði ferðaþjónustunnar eru teknar saman á einn stað og birtar með myndrænum hætti margvíslegar tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustu sem áður þurfti að sækja á marga staði. Auk gagna frá Ferðamálastofu er m.a. sótt í gagnaveitur Hagstofunnar, SafeSeaNet, Seðlabanka Íslands, Isavia og vefsíður flugfélaga.
Leiðbeiningar með sýnidæmum
Sem fyrr byggir mælaboðið á svokölluðum PowerBI skýrslum, öflugum hugbúnaði frá Microsoft til myndrænnar birtingar gagna. Hann er vinsæll til birtingar tölfræðiupplýsinga og því margir sem þekkja til virkni hans. Með PowerBI getur notandinn sjálfur með ýmsum leiðum átt við gögnin, valið hvaða gögn eru skoðuð og í hvaða samhengi. Til að auðvelda notendum Mælaborðsins að nýta sér möguleika PowerBI, fylgja nýrri útgáfu Mælaborðsins leiðbeiningar með sýnidæmum.