Mælt með galdrasýningunni á Ströndum
08.11.2006
Galdrasýning
Árlega birtast fjöldi greina um Ísland í erlendum ferðatímaritum og alltaf jafn ánægjuleg þegar landið fær jákvæða umsögn. Þannig hefur ísraelskt ferðatímarit nú sett galdrasýninguna á Hólmavík á lista yfir þau 10 söfn í heiminum sem vert sé að heimsækja.
Blaðið er gefið út á hebresku af ferðaskrifstofunni Masa Acher. Það kemur út mánaðarlega og er útbreiddasta tímarit um ferðamál í Ísrael. Mun verða fjallað ýtarlega um galdrasýninguna í næsta tölublaði.
Mynd: Uppvakningurinn vekur jafnan mikla athygli gesta á Galdrasafninu.