Málþing Landverndar um Íslandsgátt
Föstudaginn 9. júní nk. gengst Landvernd fyrir málþingi undir yfirskriftinni ?Ferðaþjónustan býr yfir stórkostlegu afli til að leggja gott til - Málþing um Íslandsgátt sem skref í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu.?
Markmið málþingsins eru að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem verkefnið Íslandsgátt getur boðið upp á. Málþingið er haldið í Höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, og hefst kl. 14. Það er öllum opið og ekkert þátttökugjald er. Þátttöku á að skrá á netfangið: landvernd@landvernd.is Áætlað er að málþingið standi í um 3 og hálfa klukkustund.
Nánari upplýsingar um málþingið og skýrsla um verkefnið er á vef Landverndar: http://landvernd.is
Íslandsgátt er hugsuð sem:
o Leið til að ná markmiðum stjórnvalda um að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu.
o Sameiginlegt anddyri ferðamanna að íslenskri náttúru.
o Vettvangur þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu koma sér saman um það sem á mest erindi við ferðamenn.
o Sameiginlegt þjónustuborð og upplýsingaveita ferðaþjónustuaðila sem uppfylla lágmarkskröfur um sjálfbæra ferðaþjónustu.
Dagsskrá:
Málþing sett ? Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
Ávarp umhverfisráðherra ? Ferðaþjónustan í þágu sjálfbærrar þróunar
New trends and demands in tourism ? Dr. John Hull http://intervale.ca/
Kynning á hugmynd um Íslandsgátt ? Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri
Fræðslutúrismi ? Umhverfismennt - Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga
Gátt að náttúru Íslands og norðurhjara ? Möguleikar náttúruminjasafns og Náttúrustofa - Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
Kaffihlé
Íslandsgátt sem fjárfestingarkostur ? fyrstu viðbrögð - Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðsblaðs Fréttablaðsins
Pallborð undir stjórn Þorvarðar Árnasonar, náttúrufr. og forstöðum. Háskólaseturs Hornafirði. Þátttakendur: Elías B. Gíslason Ferðamálastofu, Anna Sverrisdóttir SAF, Stefán Benediktsson Umhverfisstofnun, Dóra Magnúsdóttir R.borg, Helgi Pétursson Orkuveita R., Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ
Lokaorð - Tillaga að næstu skrefum