Mannamót markaðsstofanna 2015
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík í annað sinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín 22. janúar 2015 kl. 11-17 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni
Mannmót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með sérstaka áherslu á vetrarferðamennsku.
Fyrirkomulag
Fyrirkomulag Mannamóta er hefðbundið vinnu sýningarskipulag en ekki eru fundabókanir. Hvert fyrirtæki verður staðsett á sama stað og önnur fyrirtæki úr sama landshluta og geta haft með sér standa, bæklinga og annað kynningarefni. Á Mannamótum bjóða markaðsstofur landshlutanna og þátttökufyrirtæki upp á léttar veitingar og smakk úr heimabyggð.
Skráning fyrir sýnendur
Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki er kr. 10.000. Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2015. Skráningu lýkur 16. janúar 2015.
Skráning fyrir gesti
Sem fyrr segir er tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert skráningargjald er fyrir gesti af höfuðborgarsvæðinu en þeir eru beðnir um að staðfesta þátttöku fyrir 20. janúar.
Nánari upplýsingar
Skráning fer fram á heimasíðu Mannamóta og þar er allar nánari upplýsingar að finna.