Markaðsstofan Suðurnesja opnar í Leifsstöð
Markaðssstofa Suðurnesja hefur opnað nýjan upplýsingabás í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Aðstaðan hefur verið rýmkuð til muna og skipulögð þannig að hægt verði að veita fjölbreyttari þjónustu við flugfarþega en hingað til hefur verið unnt. Komið hefur verið upp rekkum með upplýsingum fyrir hvern landshluta og ljósmyndir prýða veggi upplýsingamiðstöðvarinnar.
Boðið verður upp á bókunarþjónustu í upplýsingamiðstöðinni og hefur Markaðsstofan samið við ITA hf um að annast reksturinn í Leifsstöð. Það er von þessara samstarfsaðila að breytingarnar auðveldi gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að skipuleggja ferðir sínar og veiti þeim meira öryggi í ferðum um landið.
Á myndinni, sem fenginn var af vef Víkurfrétta, er Kristján Pálsson, forstöðumaður Markaðsstofunnar og formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.