Fara í efni

Metfjöldi Þjóðverja það sem af er sumri

Talningar jul 2010
Talningar jul 2010

Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 83.500 samkvæmt talningu Ferðamálastofu eða um 1.200 fleiri en í júlímánuði á síðasta ári. Aukningin nemur 1,5% á milli ára. Mun fleiri Íslendingar eða 23% fóru utan í júlímánuði í ár en í fyrra, voru 28.500 í júlí síðastliðnum en 23.100 á síðasta ári.
 
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá Norður-Ameríku eða um 21,2%. Tæplega 6% aukning er frá Mið- og Suður Evrópu og munar þar mestu um fjölgun Þjóðverja sem eru 14,5% fleiri í júlímánuði í ár en í fyrra og hafa það sem af er sumri aldrei fleiri þýskir ferðamenn komið til landsins. Fækkun Norðurlandabúa má rekja til færri Finna og Svía, fjöldi Norðmanna er svipaður en Dönum sem eru langfjölmennastir Norðurlandabúa í júlímánuði í ár fjölgar hins vegar nokkuð. Fjöldi Breta er svipaður og í fyrra en gestum frá öðrum löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir "Annað" fækkar um 8%. 

Frá áramótum hafa 254.700 erlendir gestir farið frá landinu eða 6.400 færri en árinu áður og nemur fækkunin 2,4% milli ára. Mest hefur fækkunin orðið frá Norðurlöndunum eða 10,8% og frá löndum sem flokkast undir "Annað". Aukning hefur hins vegar verið í brottförum frá Norður-Ameríku, Bretlandi og Mið- og Suður-Evrópu. Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.

Júlí eftir þjóðernum Janúar-júlí eftir þjóðernum
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2009 2010        Fjöldi            (%)   2009 2010       Fjöldi          (%)
Bandaríkin 6.422 8.128 1.706 26,6 Bandaríkin 25.011 28.270 3.259 13,0
Bretland 6.319 6.222 -97 -1,5 Bretland 34.757 35.668 911 2,6
Danmörk 7.787 8.058 271 3,5 Danmörk 24.803 22.053 -2.750 -11,1
Finnland 2.159 1.769 -390 -18,1 Finnland 6.855 6.069 -786 -11,5
Frakkland 6.327 6.400 73 1,2 Frakkland 15.372 15.647 275 1,8
Holland 2.825 2.866 41 1,5 Holland 10.897 9.707 -1.190 -10,9
Ítalía 2.709 2.112 -597 -22,0 Ítalía 5.264 4.242 -1.022 -19,4
Japan 779 340 -439 -56,4 Japan 4.157 3.330 -827 -19,9
Kanada 2.347 2.496 149 6,3 Kanada