Metsumar í ferðaþjónustu
Ný met voru slegin í sumar í fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrsta skipti fór fjöldi erlendra ferðamanna yfir 80 þúsund í einum mánuði en það gerðist bæði í júlí og ágúst síðastliðnum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 379 þúsund talsins og fjölgaði um 16,5% miðað við sama tímabil í fyrra.
Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu segir að aldrei fyrr hafi verið jafnmikið framboð af flugsætum og hótelherbergjum fyrir hendi. ?Við áttum von á þessum fjölda í sumar og það hefur verið góður gangur víðast hvar. Nú er svo að sjá hvernig gengur í vetur að viðhalda vexti síðustu missera. Það má hvergi slaka á í markaðs- og sölumálum á mörkuðum,? segir Ársæll.
Sem fyrr segir voru júlí og ágúst sannkallaðir metmánuðir með yfir 80 þúsund ferðamenn í hvorum mánuði. Fram að því var mesti fjöldi í einum mánuði tæplega 70 þúsund ferðmenn, í ágúst 2006. Í september fóru 39 þúsund ferðamenn um Leifsstöð sem er 1% fækkun miðað við fyrra ár.
Sé litið á árið í heild það sem af er má sjá að góð aukning er frá flestum mörkuðum.
|
|
|
| |
|
2006 |
2007 |
Mism. |
% |
Bandaríkin |
47.801 |
44.572 |
-3.229 |
-6,8% |
Bretland |
50.936 |
57.445 |
6.509 |
12,8% |
Danmörk |
31.030 |
33.994 |
2.964 |
9,6% |
Finnland |
7.128 |
8.104 |
976 |
13,7% |
Frakkland |
19.360 |
20.636 |
1.276 |
6,6% |
Holland |
9.633 |
12.727 |
3.094 |
32,1% |
Ítalía |
8.161 |
9.835 |
1.674 |
20,5% |
Japan |
4.846 |
4.735 |
-111 |
-2,3% |
Kanada |
3.334 |
5.360 |
2.026 |
60,8% |
Kína |
|
7.447 |
|
|
Noregur |
22.053 |
28.183 |
6.130 |
27,8% |
Pólland |
|
11.832 |
|
|
Rússland |
|
603 |
|
|
Spánn |
7.348 |
8.915 |
1.567 |
21,3% |
Sviss |
5.571 |
6.514 |
943 |
16,9% |
Svíþjóð |
21.384 |
26.790 |
5.406 |
25,3% |
Þýskaland |
34.935 |
37.129 |
2.194 |
6,3% |
Önnur þjóðerni |
51.699 |
54.107 |
2.408 |
|