Fara í efni

Mótmæla boðuðum niðurskurði í landvörslu

Mótmæla boðuðum niðurskurði í landvörslu

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla boðuðum niðurskurði Umhverfisstofnunar í landvörslu.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Aukinn fjöldi erlendra ferðamanna kallar á aukna þjónustu og er landvarsla engan vegin undanskilin þeirri ábyrgð. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu má reikna með að skatttekjur af ferðaþjónustu verði a.m.k. 27 milljarðar fyrir árið 2013, segir í tilkynningunni.

Samtökin fara fram á að stjórnvöld leggi aukið fjármagn í landvörslu og að fallið verði frá boðuðum niðurskurði. Að óbreyttu er séð fram á ófremdarástand á svæðum sem dæmd hafa verð í hættu af Umhverfisstofnun.