Fara í efni

Nær 20% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll á árinu 2004

fridrikmar
fridrikmar

Ríflega 1,6 milljón farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári. Það samsvarar tæplega 20% fjölgun á milli ára.

Farþegar á leið frá landinu voru 672.196 talsins á árinu 2004 en voru 572.760 á árinu 2003, sem samsvarar 16,2% fjölgun. Farþegum á leið til landsins fjölgaði hins vegar meira, úr 583.832 í 692.505, sem samsvarar 18,6% fjölgun á milli ára. Skiptifarþegum fjölgaði um 26%, úr tæplega 210 þúsund í ríflega 264 þúsund. Í desember fjölgaði farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll um 12,39%, úr77.450 í 87.044. Þetta má nánar sjá í meðfylgjandi töflu.

  Des.04. YTD Des.03. YTD Mán. % breyting YTD % breyting
FARÞEGAR:  
 
Héðan 31.157 672.196 26.816 572.760 16,19% 17,36%
Hingað: 37.660 692.505 35.050 583.832 7,45% 18,61%
Áfram: 1.529 8.041 293 1.996 421,84% 302,86%
Skipti: 16.698 264.287 15.291 209.908 9,20% 25,91%
  87.044 1.637.029 77.450 1.368.496 12,39% 19,62%