Nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu
27.06.2008
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, býður í haust upp á stjórnendanám sem ætlað er stjórnendum í ferðaþjónustu. Námið samanstendur af 6 námskeiðum sem eru samtals 56 klukkustundir.
Í kynningu á náminu segir að markmið þess sé er að:
- efla almenna stjórnunar- og leiðtogahæfni þátttakenda
- veita stjórnendum betri skilning á eigin stjórnunarstíl
- kynna hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir stjórnunarlegan árangur
- skapa sameiginlegan vettvang til tengslamyndunar milli stjórnenda í ferðaþjónustu.
Nánar á vef Háskólans í Reykjavík