Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa gengst fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva miðvikudaginn 12. júní. Námskeiðið verður sent út í gegnum fjarfundabúnað á eftirtalda staði á landinu: Akureyri, Borgarnes, Ísafjörð, Þórshöfn, Egilsstaði, Höfn í Hornafirði og Selfoss.

Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva allt frá árinu 1993. 

Fyrirkomulag

Sem fyrr segir er námskeiðið sent út með fjarfundabúnaði og geta þátttakendur verið staðsettir á fyrrgreindum sjö stöðum á landinu. Á Akureyri mæta þátttakendur í SÍMEY, Þórsstíg 4. Nákvæm staðsetning á öðrum stöðum verður send þátttakendum í tölvupósti.

Skráning

Þátttaka er án endurgjalds og tilkynnist á netfangið skraning@ferdamalastofa.is. Fram komi:

  • Nafn þátttakanda
  • Nafn á upplýsingamiðstöð
  • Hvar á landinu viðkomandi hyggst sitja námskeiðið

Dagskrá:

Dags:     Miðvikudaginn 12.  júní 
Staður:   Fjarfundur
Tími:      12.45 - 16.15

12:45 – 13:00   Skráning þátttakenda og afhending gagna

13:00 – 13:10   Mikilvægi upplýsingamiðstöðva og gæða
                          Sigrún Hlín Sigurðardóttir, þróunarstjóri markaðsmála, Ferðamálastofa

13:10 – 13:40   Daglegt starf á upplýsingamiðstöð
                          Þórhildur Gísladóttir, umsjónarmaður Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri

13:40 – 14.00   Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu
                         Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu

14:00 – 14:45   Ólíkir menningarheimar, þjónusta og samskipti
                         Áslaug Briem, Ferðamálastofu

14:45 – 15:00   Kaffi / te

15:00 – 15:45   Öryggi ferðamanna á Íslandi og vefurinn www.safetravel.is 
                         verkefnastjóri Landsbjargar

15:50               Samantekt og námskeiðslok.