Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og verður svo einnig í ár. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík á Hótel Loftleiðum sal 8, þriðjudaginn 10 júní næstkomandi.
Fyrir ári var námskeið haldið í gegnum fjarfundarbúanað en okkur þykir nú kominn tími til að fólk hittist augliti til auglitis.
Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð stöðvanna verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið.
Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 6. júní næstkomandi.
Námskeiðsgjald er kr. 4.900,- pr. þátttakanda.
Dagskrá:
Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Dags: Þriðjudaginn. 10. júní 2008
Staður: Hótel Loftleiðum, salur 8
Tími: 12.45 - 16.15
Þátttökugjald: kr. 4.900,-
12:45 ? 13:00 Skráning þátttakenda of afhending gagna
13:00 ? 13:15 Fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?
Elías Bj Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu.
13:15 ? 14:45 Daglegt starf á upplýsingamiðstöð
Drífa Magnúsdóttir, Höfuðborgarstofu
14:45 ? 14.55 Handbók Ferðamálastofu
Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri Ferðamálastofu
14:55 ? 15:10 Kaffi / te
15:10 ? 16:00 Þjónusta er viðhorf
Margrét Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingur
16:00 Samantekt og námskeiðslok.
Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 6. júní nk.