Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga
20.09.2016
Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga verður haldið á Hvanneyri 27. september frá kl. 9 til 17, ætlað öllum þeim sem koma að skipulagningu, uppbyggingu og viðhaldi göngustíga á Vesturlandi.
Helstu efnisþættir eru:
- Uppbygging göngustíga
-Ragnar Frank, lektor hjá LBHÍ - Göngustígagerð með verktökum eða með aðstoð sérhæfða sjálfboðaliðahópa
-René Biasone umsjónarmaður Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar - Kynning á stígagerð á Hólaskóla
-Kjartan Bollason aðstoðarprófessor á Hólum - Kynning á mismunandi aðferðum í úttekt á ástandi göngustíga og úrbætur. René Biasone teymisstjóri náttúrusvæðateymis Umhverfisstofnunar.
Farið verður út og göngustígar við Andakíll, skoðaðir undir leiðsögn Ragnars, Kjartans og Renés.
Verð námskeiðsins er 1500 kr ( kaffi og súpa fylgir ) en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir föstudaginn 16. september á netfangið stigavinir@gmail.com