Nanna Björnsdóttir ráðin í starf lögfræðings
13.01.2017
Nanna Björnsdóttir hefur hafið störf hjá Ferðamálastofu í stöðu lögfræðings sem auglýst var í nóvember síðastliðnum.
Nanna lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og meistaranámi frá sama skóla árið 2013. Hún flutti í framhaldinu til Noregs og starfaði þar sem lögfræðingur. Nanna er ekki ókunnug Ferðamálastofu en á árinu 2011 starfaði hún hjá stofnuninni samhliða lögfræðináminu m.a. við leyfismál og eftirlit.
Hennar helsta starfssvið hjá Ferðamálastofu verður:
- Eftirlit með leyfisskyldri starfsemi skv. lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005
- Stjórnsýsluleg meðferð mála
- Afgreiðsla stjórnsýsluerinda, umsagna og álitsgerða
- Ýmis lögfræðileg úrlausnarefni
Nanna er boðin velkomin til starfa. Jafnframt er öðrum umsækjendum þakkaður áhugi á starfinu en þeir hafa þegar fengið sent svarbréf.