Fara í efni

Niðurstaða vegna smærri markaðsverkefna

Fjöður
Fjöður

Í júlí í sumar auglýsti Ferðamálastofa eftir umsóknum um samstarfsverkefni vegna smærri verkefna sem tengjast markaðs- og kynningarmálum ferðaþjónustunnar að hausti og vetri 2009-2010. Nú liggur fyrir hvaða verkefni voru valin til samstarfs.

Hámarksframlag Ferðamálastofu til einstaks verkefnis var 1 milljón króna en 300 þúsund að lágmarki, gegn a.m.k. jafnháu framlagi umsækjenda.  Óskað var eftir tillögum frá markaðsstofum, ferðamálasamtökum landshlutanna og ferðaþjónustuklösum um markaðsverkefni og forsvarsmenn þeirra hvattir til að benda ferðaþjónustuaðilum innan sinna vébanda á  þá möguleika að sækja um. Gert var ráð fyrir að um samstarfsverkefni nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja væri að ræða, eða aðila sem sinna markaðssetningar- og kynningarmálum skilgreindra landssvæða eða fyrirtækjaklasa. Eftirtalin verkefni uppfylltu skilyrði og voru valin til samstarfs:

Umsækjandi Heiti verkefnis
Markaðsstofa Vesturlands Útivist á Vesturlandi
Markaðsstofa Vesturlands Markaðssetning á erlendum vefjum 
Markaðsstofa Norðurlands Kynning á Landsmóti hestamanna 2010 og Hýruspori
Markaðsstofa Norðurlands Matur úr héraði (local food) Sýningin Matur - Inn 2009
Markaðsstofa Norðurlands Komdu Norður
Markaðsstofa Suðurnesja Eldfjallagarðurinn Reykjanes
Í Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustuklasi Vetur í Ríki Vatnajökuls
Arnkatla Stefnumótun á Ströndum - atvinnu og menningarsýning
Fjarðabyggð Fjarðabyggð í vetur
Mývatnsstofa ehf. Jólasveinarnir í Dimmuborgum
Markaðsstofa Austurlands Dagar Myrkurs
Markaðsstofa Austurlands Útmánuðir á Austurlandi
Markaðsstofa Austurlands Lifandi leiðsögn
Klasi fþjf í Uppsveitum Árnessýslu Vetur í Uppsveitum