Fara í efni

Norðurljósin kynnt í London

Sigríður Gróa
Sigríður Gróa

Ferðamálastofa og Icelandair stóðu í vikunni fyrir móttöku í London til kynningar á sérstöðu Íslands þegar kemur að Norðurljósunum.  Viðburðurinn heppnaðist með miklum ágætum.

Móttakan var haldin í Texture, íslenskum veitingastað í miðborg London og þangað mættu um 70 söluaðilar á Íslandsferðum og blaðamenn. Nutu þeir íslenskra veitinga og hlustuðu á íslenska tónlist flutta af Lay Low. Þá fræddust þeir um leyndardóma norðurljósanna á Íslandi en Ari Trausti Guðmundsson flutti erindi skreytt norðurljósamyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Vakti það verðskuldaða athygli, að sögn Sigríðar Gróu Þórarinsdóttur, markaðsfulltrúa Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði. Myndirnar hér að neðan voru teknar við þetta tækifæri.


Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúa Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði, býður gesti velkomna og ræðir íslenska ferðaþjónustu.


Clair Horwood hjá Saltmarshpr, almannatengslafyrirtæki Ferðamálastofu í Bretlandi, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hjörvar Sæberg Högnason frá Icelandair.


Um 70 70 söluaðilar á Íslandsferðum og blaðamenn mættu á viðburðinn.


Lay Low leikur fyrir gesti.


Ari Trausti Guðmundsson fræðir viðstadda um norðurljósin.


Sigríður Gróa og Hjörvar ásamt Ian Woolgar hjá Scantours.


Sigríður Gróa og Ash van Wensveen hjá Activities Abroad.