Fara í efni

Ný íslensk sjónvarpsstöð - TIC

TIC-Logo
TIC-Logo

 

Þann 28. júní síðastliðinn fór í loftið fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem að eingöngu tengist íslenskri ferðaþjónustu.

Dreifikerfi
TIC er frí sjónvarpsstöð. Markhópurinn eru þeir sem sjá útsendingar Símans hvort sem er á Breiðbandi eða í ADSL dreifingu.  Á næstu vikum fer TIC einnig inn á dreifikerfi Digital Ísland (Stöðvar 2). Þar með verður dreifingin á TIC komin um land allt.  Öllum hótelum og gistiheimilum er frjálst að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þessa þjónustu án endurgjalds.  TIC getur því orðið ánægjuleg viðbót við þá þjónustu sem öll hótel og gististaðir bjóða viðskiptavinum sínum upp á í dag.

Markmið TIC
Markmið TIC er einföld en áhrifarík bein boðskipti frá þjónustuaðilum til alls ferðafólks á Íslandi.  Einnig er þetta tilvalin vettvangur fyrir alla landshluta til koma upplýsingum á framfæri.  Þá er markmið TIC að kynna á skemmtilegan og lifandi hátt þá fjölbreyttu afþreyingu og þjónustu sem býðst á Íslandi.  Sjónvarpsauglýsingar og kynningar auk skemmtilegra upplýsandi þátta um land og þjóð á alþjóðlegu tungumáli.

Ný og einföld leið
Segja má að öll fyrirtæki sem tengjast erlendum ferðamönnum á einn eða annan hátt geta komið sinni vöru á framfæri á einfaldan máta, hvort það sé matvara, íslensk hönnun eða annað sem ferðamaðurinn leitar að.

Samhliða sjónvapsstöðinni er samofin heimasíða þar sem ýmsar upplýsingar eru að finna. (www.tic.is)

Hvaða dagskrá verður á TIC?
Dagskráin byggir á vönduðum en stuttum kynningarmyndum og auglýsingum frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum.  TIC framleiðir kynningarmyndir, í samstarfi við Spark kvikmyndagerð, um þekkta ferðamannastaði á Íslandi ásamt því að sýna þætti framleidda af öðrum vönduðum aðilum.  Því til viðbótar verða á skjánum upplýsingar um veður, gengi helstu gjaldmiðla, fréttir á ensku og tilboð frá verslunum og veitingastöðum.  Öll dagskrá er á ensku og útsendingar eru allan sólarhringinn.

Útsendingin
Skjánum er skipt upp í misstóra hluta með mismunandi upplýsingum í hverjum reit.  Fastur borði er fyrir veðurspá og veðurútlit.  Fastur reitur er fyrir gengi helstu gjaldmiðla og er hann þegar frátekinn fyrir Glitni. Þriðji reiturinn er nokkurskonar fléttiskilti (sjá Íshesta auglýsingu hér fyrir neðan), Hver auglýsing sést í 10 sekúndur og tryggt er að hver auglýsing sjáist a.m.k. 6 sinnum á hverjum klukkutíma. Þannig er tryggt að með mánaðar þátttöku á veltiskiltinu, birtist auglýsing viðkomandi a.m.k. 4300 sinnum í mánuði eða í 720 mínútur samtals í hverjum mánuði.  Tvær upplýsingalínur eru neðst á skjánum.  Annars vegar  verðurspá og veður útlit en einnig er upplýsingalína þar sem birtast ýmsar nytsamar upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn.  Aðalútsending TIC er áberandi stærsti flöturinn, þar fara saman mynd og hljóð á ensku. Þar verða sýndar kynningarmyndir frá ýmsum þjónustuaðilum ásamt fróðleik og kynningu á landi og þjóð.