Nýr og endurbættur safetravel.is
Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við marga aðila í ferðaþjónustu, meðal annars Ferðamálastofu, opnaði nýlega endurbættan safetravel-vef.
Á vefnum má finna margt sem ferðaþjónustuaðilar geta nýtt sér til að veita gestum sínum góðar upplýsingar um öruggari ferðalög á Íslandi. Mikið af efni sem tengist öryggis- og forvarnarmálum ferðamanna má finna á síðunni en meðal annars má benda á góða útbúnaðarlista fyrir ýmsar tegundir ferða, sprungukort fyrir jökla sem hala má niður eða prenta út svo og geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlanir sínar á vefnum.
Það er von Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ferðaþjónustuaðilar eigi eftir að nýta sér þennan vef vandlega og bendi starfsmönnum sínum á slíkt hið sama enda má þar finna svör við fjölmörgum spurningum ferðamanna.
Slóðin á vefinn er að sjálfsögðu www.safetravel.is