Nýr ráðherra ferðamála í heimsókn
30.05.2007
Heimsókn Kristján Möller 1
Í dag kom nýr ráðherra ferðamála, Kristján L. Möller samgönguráðherra, í heimsókn á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík. Með í för voru m.a. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í ráðuneytinu.
Hjá Ferðamálastofu tóku á móti ráðherra þeir Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs. Fóru þeir yfir hlutverk stofnunarinnar og kynntu starfið sem þar fer fram. Þá heilsaði ráðherrann upp á starfsfólk. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. | Ferðamálastjóri afhenti ráðherra bókina "Vikings Guide to Good Business" |