Nýr vefur Cruise Iceland
Nýr vefur Cruise Iceland samtakanna hefur nú verið opnaður. Að samtökunum standa ýmsir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta vegna móttöku skemmtiferðaskipa hérlendis.
Cruise Iceland er m.a. ætlað að leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað skemmtiferðaskipa, í samvinnu við bæði innlenda og erlenda aðila, og er nýi vefurinn liður í því markaðsstarfi. Sem kunnugt er hefur tekist að fjölga komum skipa jafnt og þétt undanfarin ár, með tilheyrandi fjölgun ferðamanna, sem er ekki síst þakkað samstillu átaki í markaðs- og kynningarmálum. Ferðamálastofa er aðili að Cruise Iceland og sér einnig um framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningi við samtökin. Er sú vinna í höndum Öldu Þrastardóttur verkefnisstjóra.
Aðildarfélagar Cruise Iceland 20 talsins og þar af eru 8 hafnir. Þeim er öllum gerð skil á nýja vefnum og þar er einnig að finna almennar upplýsingar um land og þjóð, ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir farþega sem hingað koma um þá þjónustu sem er í boði, myndasafn og fleira. Slóðin er www.cruiseiceland.com