Nýr vefur safetravel.is Hefur þú ábendingu?
Nú í lok maí verður opnuð ný, öflugri og betri vefsíða Safetravel.is. Kallað er eftir ábendingum frá ferðaþjónustuaðilum og almenningi um efni og það sem betur má fara.
Bæta forvarnir og fækka slysum
Vefurinn www.safetravel.is er rekinn af Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er hluti af stærra verkefni sem einfaldlega kallast Safetravel. Þar taka höndum saman fjöldi aðila, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar sem hafa það að markmiði að bæta forvarnir og fækka slysum í ferðamennsku og ferðaþjónustu hér á landi.
Meðal breytinga sem gerðar verða á síðunnu nú er að hún verður gerð skalanleg fyrir spjaldtölvur og snjallsíma, hægt verður að fá ráð með tilliti til hvert á að fara og fleira til. Skorað er á alla sem hafa hugmyndir að efnisþáttum, einhverju sem þarf að bæta eða breyta á núverandi síðu o.s.frv. að senda póst um slíkt á jonas@landsbjorg.is