Nýtt hótel og nýtt nafn hjá Icelandair Hótelum
Síðustu daga hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Icelandair Hótelum. Í vikunni opnaði nýtt heilsárshótel á Akureyri og í gær var tilkynnt um nýtt nafn á einu sögufrægasta hóteli landsins, Hótel Loftleiðum.
Hótel Loftleiðir kallast nú Reykjavík Natura. Hótelið var opnað árið 1966 og kemur nafnbreytingin kemur í kjölfar gagngerra endurbóta á hótelinu sem unnið hefur verið að í vetur. Í frétt kemur fram að nafnið eigi sér skírskotun til nálægðar hótelsins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Reykjavík Natura er 220 herbergja, fjögurra stjörnu hótel og þátttakandi í gæðaflokkun gististaða með stjörnugjöf sem Ferðamálastofa heldur utan um.
Icelandair Hótel Akureyri verður fullbúið með 101 herbergi. Hluti þeirra hefur þegar verið opnaður en þau verða öll komin í notkun um komandi mánaðamót. Þá hefur komið fram að næsta vor munu Icelandair Hótel ona nýtt rúmlega 100 herbergja hótel á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík sem fengið hefur nafnið Reykjavík Marina.