Nýtt hvalaskoðunarskip til hafnar
04.12.2009
Hvalalíf
Nýjasta hvalaskoðunarskip Íslendinga, og jafnframt það stærsta, kom til heimahafnar í Reykjavík í gær. Skipið hefur hlotið nafnið Andrea og er gert út af fyrirtækinu Hvalalíf.
Andrea hefur getu til að taka 240 farþega um borð en Hvalalíf hefur ákveðið að takmarka fjöldann við 150 farþega og tryggja þar með hverjum og einum aukið rými, þægindi og öryggi. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við komu skipsins í gær er Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Hvalalífs ehf., með þeim Oddnýju Þóru Óladóttur, rannsóknarstjóra Ferðamálastofu og Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Fyrir er Hvalalíf með tvö minni skip í rekstri.