Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu
03.03.2008
Sunna og Karine
Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Ferðamálastofu. Sunna Þórðardóttir hefur tekið við sem verkefnisstjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands í barnsburðarleyfi Önnu Valdimarsdóttur og á skrifstofu Ferðamálastofu í Þýskalandi hefur Karine Delti-Beck komið til starfa sem markaðsfulltrúi.
Sunna Þórðardóttir (t.v.) og Karine Delti-Beck. |
Karine Delti-Beck er frönsk, menntaður ferðmálafræðingur í Frakklandi og á Spáni og hefur starfað við ferðaþjónustu bæði þar og í Þýskalandi. Hún mun einkum sá um samskipti við Frakkland, Ítalíu og Spán, auk Belgíu. Þá hefur Nina Becker einnig hafið störf á skrifstofunni í Þýskalandi að nýju eftir barnsburðarleyfi.