Of stór fyrir Pollinn
15.06.2007
Skemmtiferðaskip Queen Lizabeth
Queen Elizabeth II, eitt stærsta skemmtiferðaskip heims, kom til Akureyrar í morgun en áður hafði skipið haft viðkomu í Reykjavík og á Ísafirði. Raunar er skipið of stórt fyrir Pollinn á Akureyri og stoppaði því utan við Oddeyrina þaðan sem farþegar voru ferjaðir á land.
Von er á a.m.k. 60.000 ferðamönnum til landsins í sumar með skemmtiferðaskipum. Í Reykjavíkurhöfn hafa skemmtiferðaskip viðkomu 75 sinnum í sumar, flest koma einnig til Akureyrar og mörg hafa viðkomu á fleiri höfnum um landið. Hafa aldrei fleiri skip komið hingað á einu sumri og þá færist í vöxt að skipin stoppi á mörgum stöðum.
Queen Elizabeth II var sannarlega tignarleg þar sem hún lá á Eyjafirði í morgun og var haft á orði að hún nánast fyllti upp í fjörðinn.