Fara í efni

Ofþyngd unglinga - úrræði á Íslandi

Hjólaferðamennska
Hjólaferðamennska

Miðvikudaginn 11. apríl næstkomandi gengst Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um heisuferðaþjónustu, nánar tiltekið um stofnun meðferðaþjónustu ætlaða erlendum unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða. Málþingið er haldið í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (austurholti) klukkan: 14:15 - 16:30.

Dagskrá málþings

  • Ofþyngd unglinga - meðferð á íslandi: Er það það raunhæf hugmynd?  Sigmar B Hauksson, ráðgjafi hjá Miðlun og menningu
  • Ofþyngd barna og unglinga, hvað er til ráða?  Dr. Ragnar Bjarnason, prófessor og yfirlæknir Landspítala Háskólasjúkrahúsi
  • Aðstaða fyrir líkamsrækt, íþróttir og afþreyingu fyrir unglinga á Íslandi.  Steinþór Einarsson, sviðsstjóri hjá ÍTR
  • Fundarhlé
  • Ofþyngd unglinga, lausnir og leiðir. Dr. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Hugleiðingar ferðaþjónustubóndans. Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur á Bjarteyjarsandi
  • Spurningar og svör
  • Ráðstefnuslit. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Að málþingi loknu gefst þátttakendum kostur á að sjá fræðslumyndina: Ofþyngd og sykursýki. Myndin er ætluð unglingum og verður aðgengileg á netinu.

Skráning á málþing um ofþyngd unglinga

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, www.arctic-images.com