Fara í efni

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna 2009

Horn
Horn

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2009. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar:
Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða sveitafélög.

Hér með er óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2009. Frekari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi stofnunarinnar, Sveinn Rúnar Traustason, í síma 535 5510.

Tilnefningar sendist til skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri eða með tölvupósti á netfangið sveinn@icetourist.is fyrir 30. október næstkomandi.