Öskudagurinn 2011
09.03.2011
Öskudagur
Venju fremur gestkvæmt var á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í morgun. Rík hefð er í bænum fyrir öskudeginum þar sem börn fara í hópum um bæinn og syngja í skiptum fyrir eitthvað góðgæti.
Hóparnir sem heimsóttu Ferðamálastofu voru af ýmsum stærðum og gerðum. Í þeim mátti samkvæmt venju finna hinar ýmsu kynjaverur, allt frá englum til hvers kyns púka og illmenna, þ.e.a.s. á yfirborðinu. Söngurinn var að sama skapi í ýmsum tóntegundum en allir fóru sælir á braut með nammi í poka.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af nokkrum hópum sem litu við í morgun og að neðan er einnig myndband af einu söngatriðinu.